(Präsentation)

Cours de Civilisation Française de la Sorbonne - íslenska

Version imprimable de cet article

Islenska


 

 

Kynning

 

Kennslustöð Sorbonne-háskóla um franska menningu (CCFS), á vegum stofnunar Roberts de Sorbon, eru merkasti frönskuskóli Parísar. Frá árinu 1919 hafa námsmenn frá öllum heimshornum sótt þar námskeið, allt frá blábyrjendum til háskólakennara sem kenna frönsku sem erlent tungumál.

JPEG - 79.5 ko

Við kennslustöðinaum franska menningu fer fram kennsla í frönsku, hljóðfræði og franskri menningu. Einnig eru í boði sérsniðnar einingar sem búa nemendur undir alþjóðleg frönskupróf (TCF, DELF, DALF) sem greiða fyrir inngöngu í franska háskóla.

Kennslumiðstöðin er til húsa að boulevard Raspail 214 (í fjórtánda hverfi Parísar), í hjarta hins nafntogaða Montparnasse-hverfis. Á skrifstofunni er tekið á móti væntanlegum námsmönnum og þar er leitast við að svara öllum fyrirspurnum.

Allar kennslustofur eru búnar gagnvirkum tölvuskjám (TNI) og málverin eru búin samkvæmt fullkomnustu tækni sem völ er á. Þráðlaust netsamband um alla bygginguna.

- Nánari upplýsingar um kennslustöð Sorbonne-háskóla um franska menningu er að finna hér: français, English, Español

Top

 

Námskeiðin

 

1. Grunnnámskeið

Grunnnámið er „[S20] Grunnnámskeið“, sem er tuttugu tímar á viku og svarar eftirspurn flestra nemenda. Námskeiðið skiptist í:

JPEG - 164 ko
 • frönskutíma, þar sem nemendur ná tökum á frönsku (málfræði, sagnbeygingum, réttritun, orðaforða, lestri bókmenntatexta, skriflegri og munnlegri tjáningu),
 • bæta framburð sinn og örva málskilning og tjáningu,
 • fyrirlestra og kynningar á mismunandi þáttum franskrar menningar.

Grunnnámið er útfært með mismunandi hætti eftir þörfum og markmiðum hvers og eins, hvort heldur sem samfelld og þétt kennsla eða sem kvöldnámskeið og allt þar á milli:

 • Samfelld frönskukennsla, 25 stundir á viku: [S40]
 • Kennsla sem felur í sér menningarfræðslu, 20 stundir á viku: [S20]
 • Kennsla með efldri frönskufræðslu, 20 stundir á viku: [S30]
 • Létt kennsla, 12 stundir á viku: [S10]
 • Kvöldnámskeið, sex stundir á viku: [S05]

Ýmsum valkvæðum kostum má bæta við: sérhæfingin „franska í atvinnulífinu“, „franska sem viðskiptamál“, menningarmál o.s.frv.

Við bjóðum ennfremur undirbúningsnámskeið til háskólanáms, sem eru opin nemendum frá og með skólastiginu B2: undirbúningur til BA- og BSc-náms og meistaranáms – með sérhæfingu í bókmenntum, lögfræði og hagfræði.

- Frekari upplýsingar um helstu námskeiðin hjá okkur er að finna hér: français, English, Español

 

2. Viðbótarnámskeið

Samhliða stöðluðum námskeiðum bjóðum við fjölmörg valnámskeið sem velja má við innritun í skólann eða sérstaklega. Um er að ræða tvenns konar námskeið:

 • Námskeið til þess að bæta frönskukunnáttuna: skrifleg samskipti, vinnustofur í munnlegum samskiptum, hljóðfræði, aðferðarfræði í háskólastarfi, vinnustofa í leiklist, kennsla í menningarfræðum, námskeið um franska menningu og menntun, læknisfræðileg franska o.s.frv.
 • Undirbúningur til prófa og vottunar í heimalandi sem veita meðal annars aðgang að frönskum háskólum: TCF, TEF, DELF, DALF o.s.frv. Kennslustöð Sorbonne-háskóla um franska menningu er með vottun vegna prófa TCF (með kostinum TCF á tölvu) og DELF-DALF.

- Frekari upplýsingar um helstu námskeiðin er að finna hér: français, English, Español

Top

 

Prófamiðstöðin

 

Kennslustöð Sorbonne-háskóla um franska menningu er einnig vottuð miðstöð til frönskuprófanna TCF, DELF og DALF í heimalandinu.

PNG - 5.7 ko
TCF

Prófamiðstöðinni er skipt í tvær deildir, annars vegar er TCF (prófun í frönskukunnáttu) og hins vegar DELF-DALF (próf í frönskunámi – próf í frönskunámi á efri stigum). Markmiðið með þessum prófum er að meta almenna þekkingu viðkomandi í frönsku í samræmi við sameiginlega rammaáætlun ESB vegna CECR). Prófin eru ætluð öllum sem vilja gangast undir þau af faglegum eða persónulegum ástæðum eða vegna náms, og er þannig unnt að meta og staðfesta frönskuþekkingu þeirra með einföldum, áreiðanlegum og fljótlegum hætti.

- Ítarlegar upplýsingar er að finna hér: français, English, Español

Top

 

Námið

 

GIF - 13.7 ko

Við kennslustöð Sorbonne-háskóla um franska menningu eru gæði kennslunnar tryggð með eftirfarandi hætti:

 • við komuna til Parísar er nemandinn prófaður svo unnt sé að skrá hann í bekk sem hæfir þekkingarstigi hans.
 • einn og sami kennarinn annast sérsniðna eftirfylgni og kennir samfellt meðan á náminu stendur.
 • hægt er að fá einingarnar metnar sem alþjóðlegar námseiningar ( ECTS).

Kennslan nýtur gæðavottunar frá CIEP fyrir kennslu frönsku sem erlends tungumáls.

- Nánari upplýsingar um námið við kennslustöð Sorbonne-skóla um franska menningu er að finna hér: français, English, Español

 

Top

 

Námstíminn

 

Haustnámskeið: kennt í 4 mánuði, frá september til desember (12 vikna kennsla)
Stutt vetrarnámskeið: kennt í átta vikur, frá október til nóvemberloka
Vetrarmisseri: kennt í 4 mánuði, janúar
Vormisseri: kennt í fjóra mánuði, frá febrúar til maí (12 vikna kennsla)
Stutt vornámskeið: kennt í átta vikur, frá febrúar til apríl
Sumarnámskeið: kennt í fjórar, sex, átta og tólf vikur (júní, júlí, ágúst, september)

- Nánari upplýsingar um dagsetningar námskeiðanna er að finna hér: français, English, Español

Top

 

Innritun

 

Nemendur skulu hafa náð átján ára aldri og lokið prófi sem samsvarar frönsku stúdentsprófi.

Dvalarleyfi:

 • Að því er varðar ríkisborgara aðildarlanda Evrópusambandsins (einnig Íslands, Noregs og Sviss): skilríki.
 • Fyrir þá sem þurfa dvalarleyfi til rannsókna (sérstaklega fyrir dvöl í meira en 90 daga, utan ESB) skal skírteini um skráningu til ræðismannsskrifstofa leggja fram. Þetta vottorð er send sjálfkrafa eftir pöntunina á síðunni okkar.

ATH: nemendur sem skráir sig fyrir haustflokkinn og vilja halda áfram í opinberu önn verða að skrá sig fyrir hausthús og formið áður en umsókn er hafin dreifbýli. Innritun fyrir nám á haustmánuðum er ekki nægjanleg til að veita langtíma dvalarleyfi og nám í formi haustfrí, þar sem maðurinn þarf að fara aftur heim á næstu mánuðum. falla.

- Nánari upplýsingar um skráningu má finna hér: français, English, Español

Top

 

Þegar komið er til Parísar

 

Cours de Civilisation Française de la Sorbonne

 • Centre Raspail: aðalmiðstöð, móttaka nemenda
  Póstfang: 214, boulevard Raspail - 75014 Paris
  Neðanjarðarlestarstöð: Vavin eða Raspail (lína M4)

 


Afficher Centre Raspail sur une carte plus grande

 

Centre Raspail

Byggingin sem hýsir Kennslustöð Sorbonne-háskóla um franska menningu var endurnýjuð 2013. Hún stendur við boulevard Raspail 214, í fjórtánda hverfi. Um er að ræða ríflega sex þúsund fermetra sem eru helguð frönskukennslu, þ.e. fjörtuíu kennslustofur á sjö hæðum, búnar fullkomnum tölvubúnaði. Einnig er þar að finna alla þjónustu sem léttir námsmönnum lífið.

JPEG - 84.7 ko
JPEG - 1.3 Mo

1. Sjúkrastofa
2. Menningarkynning
3. Skrifstofa kennslustöðvarinnar
5. Stjórnsýsluaðstoð
6. Bókasafn
7. Tölvuver
8. Lestrarsalir
9. Félagsleg aðstaða nemenda
10. Sjálfsalar

Top